This site uses cookies to provide you with a more responsive and personalised service. By using this site you agree to our use of cookies. Please read our cookie notice for more information on the cookies we use and how to delete or block them

Bókamerki Netfang Prentvæn síða

Verðmat (Valuation)


Vista viðhengi  

Með þátttöku okkar í fjölmörgum kaupum og sölum á fyrirtækjum síðastliðin ár hefur skapast gríðarleg þekking innan deildarinnar og innsýn inn í þá þætti sem skipta hvað mestu máli þegar kemur að því að verðmeta fyrirtæki, eignarhluti, rekstrareiningar eða aðrar eignir sem geta haft fjárhagslegt gildi. 

Við útbúum verðmat í ýmsum tilgangi, t.d. í tengslum við kaup eða sölu fyrirtækja, verðmat rekstrareininga, úrlausnir ágreiningmála, sem hluti af stefnumörkun fyrirtækja, og sem hluti af því að uppfylla alþjóðlega reikningsskilastaðla. 

Ástæður þess að vinna þarf verðmat geta verið margar. Algengar ástæður eru m.a. að viðskiptavinur:

 • hafi áhuga á að kaupa/selja fyrirtæki
 • hafi áhuga á að kaupa/selja afmarkaða deild eða rekstrareiningu
 • vilji skoða kosti þess að skipta upp félagi
 • vilji meta ávinning af því að koma að fjármögnun á viðskiptahugmynd
 • vilji fá staðfestingu á öðru fyrirliggjandi verðmati
 • þurfi að fá aðstoð við að leysa úr ágreiningi um verðmæti fyrirtækis/rekstrareiningar
 • þurfi að uppfylla kröfur alþjóðlegra reikningsskilastaðla um mat á virðisrýrnun eða útdeilingu kaupverðs á rekstrareiningar

Við tryggjum 

 • Nákvæma og markvissa fjárhagslega greiningu á fyrirtækinu og samkeppnisumhverfi þess til að meta þætti sem eru mikilvægir fyrir virði fyrirtækisins.
 • Aðgreinda nálgun til að meta verðmæti fyrirtækisins þegar notaðar eru bæði sjóðstreymislíkön (discounted cash flow/economic value added) og samanburður lykiltalna og kennitölugreining fyrir sambærileg fyrirtæki og sambærileg viðskipti.
 • Nákvæma lýsingu á áhrifum verðmætaskapandi þátta á virði fyrirtækisins með næmnigreiningum, álagsprófunum og sviðsmyndagreiningum, eftir því sem viðeigandi er hverju sinni.
 • Að niðurstöðum vinnunnar sé skilað á aðgengilegan og skiljanlegan hátt í formi skýrslu, þar sem sérstaklega er tekið tillit til þess hvers vegna vinnan er unnin, svo skýrslan nýtist viðskiptavininum sem best. Verðmatsskýrslan fjallar um niðurstöður verðmatsins, ásamt lýsingu á verkefninu og fyrirtækinu/rekstrareiningunni sem verið er að verðmeta, umfjöllun um áætlanir, greiningar og forsendur sem liggja að baki verðmatinu og áhættugreining sem gerir grein fyrir þeim þáttum sem hafa mest áhrif á verðmætið.

Nánari upplýsingar gefur Reynir Jónsson, Valuation Services Practice Leader. 

Síðan uppfærð síðast