This site uses cookies to provide you with a more responsive and personalised service. By using this site you agree to our use of cookies. Please read our cookie notice for more information on the cookies we use and how to delete or block them

Bókamerki Netfang Prentvæn síða

Iðnaður og framleiðsla

Iðnaður og framleiðsla er ein af undirstöðugreinum íslensks atvinnulífs. Deloitte hópurinn hefur lagt sérstaka áherslu á að þjóna fyrirtækjum á því sviði og vera leiðandi afl sérfræðiþekkingar fyrir iðnaðar- og framleiðslufyrirtæki á Íslandi. Miklar breytingar hafa orðið á þessu sviði á síðustu árum og má þar nefna flutning á framleiðslueiningum til landa með ódýru vinnuafli, auknar kröfur um skilvirkni og alþjóðavæðingu. Náin samvinna við Deloitte Global hefur og mun stuðla að stöðugri þróun á þekkingu innan hópsins og framúrskarandi þjónustuframboði.

Markmið hópsins er að tryggja að sérfræðingar hópsins séu meðvitaðir um hverjar helstu áherslugreinar einstakra atvinnugreina séu og hvar tækifæri liggja innan atvinnugreinarinnar. Einnig fylgjast sérfræðingarnir með ráðandi markaðsstraumum. Takast þarf á við óvissu í framboði og nýjum markaðstækifærum. Það þarf að stíga gætilega til jarðar þegar kemur að því að taka ákvarðanir í jaðarkostnaðargreiningu, samkeppnisgreiningu og hvort skuli auka eða draga úr kostnaði. Við bjóðum upp á markaðsgreiningu sem getur virkað sem áttaviti fyrir stjórnendur iðnaðarframleiðslufyrirtækja.

Dæmi um viðfangsefni fyrir framleiðslufyrirtæki sem Deloitte hefur aðstoðað við eru:

  • Endurskoðun
  • Reikningshald
  • Samrunar/sameiningar
  • Alþjóðavæðing
  • Rekstrarráðgjöf
  • Aukin skilvirkni í atvinnurekstri
  • Skatta- og lögfræðiráðgjöf
  • Fjármögnunar ráðgjöf
  • Samanburður kennistærða
  • Uppsetning bókhaldslykla, o.fl.

Minni fyrirtæki
Samkeppnin á iðnaðar- og framleiðslumarkaði getur verið erfið og það eru áskoranir sem felast í að vera lítið fyrirtæki. Deloitte býður upp á þjónustu til að aðstoða minni fyrirtæki á markaði. Við mælum með að fyrirtæki setji sér markmið með skammtíma og langtíma viðskiptaáætlunum.

Áskoranir sem smærri fyrirtæki þurfa að huga að er til að mynda hvernig skattahagræðingar geti nýst sem best, hvernig fjármagna skuli reksturinn, hvernig skuli koma að alþjóðavæðingu, hvernig skuli hámarka bestu mögulegu nýtingu á markaðsaðstæðum og hvernig skuli setja upp áætlun til að nýta veikleika og styrkleika markaðarins hverju sinni.

Matur, drykkur og neysluvara
Markaðurinn hefur nýverið undirgengist dramatískar breytingar sem hefur haft mikil áhrif á samkeppni á markaði. Það eru margvíslegar áskoranir framundan sem þarf að takast á við til að geta fullnýtt rekstrarmöguleika fyrirtækja. Hjá Deloitte bjóðum við upp á sérfræðiráðgjöf varðandi nýjustu áherslur á markaði og við aðstoðum viðskiptavini okkar í að fylgjast með þeim breytingum sem verða á markaðinum.

Nánari upplýsingar um þjónustu Deloitte á sviði iðnaðar og framleiðslu veitir forsvarsmaður hópsins, Sigurður H. Steindórsson, sími: 580-3053.