Verslun og þjónusta

Verslun og þjónusta er sú atvinnugrein sem hefur á undanförnum árum eflst hvað mest hér á landi.  Aukin neysla og gríðarleg fjölgun ferðamanna hafa verið sem lóð á vogarskál þessa atvinnugreinahóps og gefið honum aukið vægi í íslensku atvinnulífi.

Undir þessum atvinnugreinahóp hjá Deloitte eru einnig flug og flutningastarfsemi ásamt tækni, fjölmiðlum og fjarskiptafyrirtækjum.  Ör tækni- og framþróun í þessum flokki kallar á sérþekkingu og vel upplýst vinnuumhverfi.

Deloitte hefur lagt sérstaka áherslu á að þjóna fyrirtækjum á þessu sviði með faglegum vinnubrögðum og sérþekkingarráðgjöf.  Dæmi um viðfangsefni sem Deloitte hefur aðstoðað við eru :

  • Endurskoðun og reikningshald
  • Innra eftirlit og úttekt á öryggi tölvukerfa
  • Skattaráðgjöf, hérlendis og erlendis
  • Fjármála- og rekstrarráðgjöf
  • Áreiðanleikakannanir og verðmöt

Nánari upplýsingar um þjónustu Deloitte á sviði verslunar og þjónustu veitir Einar Hafliði Einarsson, sími: 580 3000.