Steinþór

Skattafréttabréf Deloitte Legal

Með því að skrá þig á póstlista skattafréttabréfsins þá færð þú aðgang að öllum helstu fréttum af stöðu skattamála hverju sinni. Fréttabréfið er að fullu sjálfvirknivætt þar sem róbótinn Steinþór les nýjar fréttir af hátt í 40 vefsíðum opinberra aðila sem koma að skattatengdum málum.

Er þar meðal annars um að ræða ný frumvörp, nefndarálit og lög á sviði skattamála, frumvarpsdrög í samráðsgátt og fréttir frá ráðuneytum, úrskurði og tilkynningar frá skattyfirvöldum sem og dóma. Því næst tekur róbótinn fréttirnar saman í eitt fréttabréf og miðlar á póstlistann á hverjum miðvikudegi.

Fréttabréfið sparar því bæði sérfræðingum og öðrum áhugasömum um skattamál tíma við að fylgjast með framvindu ýmissa mála þvert á stjórnkerfið sem og miðlar áleiðis margvíslegu öðru fróðlegu efni.

Skráning er aðgengileg öllum og að kostnaðarlausu.

 

 

 

 

 

Þetta fréttabréf er að fullu sjálfvirknivætt, það er róbóti sér um að safna saman öllum upplýsingum þess og setja upp. Upplýsingarnar í fréttabréfinu eru almenns eðlis og eru Deloitte Touche Tohmatsu Limited („DTTL"), alþjóðlegt net aðildarfélaga þess og tengd félög þeirra (sameiginlega vísað til sem „félög Deloitte") ekki að veita sérfræðiráðgjöf eða þjónustu við veitingu þeirra

© 2023 Deloitte Legal. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Deloitte Legal ehf.

Hver er Steinþór?

Hugmyndin um Róbótann Steinþór varð til þegar starfsmenn Deloitte Legal hættu að fá reglulegar ábendingar frá Steinþóri Haraldssyni, starfsmanni Skattsins, um áhugaverð atriði tengd skattamálum.

Steinþór Haraldsson fór á eftirlaun um vorið 2020, en hafði um árabil samviskusamlega sent slíkar ábendingar á stóran hóp af fólki vítt og breitt um samfélagið þar sem hann benti meðal annars á ný frumvörp, nefndarálit og lög sem og ýmsan annan fróðleik. Við það sparaði Steinþór fjölmörgum ómældan tíma við að þurfa að fylgjast með framvindu ýmissa mála tengdum sköttum og gjöldum. Þegar Steinþór lét af störfum myndaðist því skarð í þetta öfluga upplýsingaflæði sem Róbótanum Steinþóri er ætlað að fylla til heiðurs Steinþóri Haraldssyni.

Takk Steinþór Haraldsson fyrir afbragðsþjónustu öll þessi ár, við hjá Deloitte Legal vonum að Róbótinn Steinþór muni ekki standa þér langt að baki.