Vinnustaðurinn

Starfsþróun

Svo lengi lærir sem lifir

Við viljum að allir sem starfa hjá Deloitte auki verðmæti sitt á vinnumarkaði á meðan þeir starfa hjá okkur.

Við kappkostum að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu. Það gerum við með því að hafa framúrskarandi starfsfólk. Við styðjum okkar fólk í þeirra starfsþróun og leggjum okkur fram við að efla hæfni þeirra og færni.

Í upphafi starfsferils hjá Deloitte er einblínt á að efla faglega þekkingu en þegar ábyrgð starfsmanns verður meiri og verkefnastjórnun eykst er meiri áhersla lögð á að efla persónufærni og stjórnunar- og leiðtogahæfni.

Hjá okkur er rík lærdómsmenning, við lærum svo lengi sem við lifum. Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt og sífellt að bæta við okkur þekkingu.

Viltu vita meira?

Hver og einn öðlast þekkingu og færni í þeim verkefnum sem hann vinnur, í gegnum reglulega endurgjöf og í gegnum þann fjölda námskeiða sem starfsfólki okkar stendur til boða á hverju ári. Símenntun er krafa hjá okkur, ekki forréttindi. Árlega gefum við út námskeiðaáætlun þar sem skyldunám og valkvætt formlegt nám er í boði. Allt starfsfólk Deloitte lýkur að meðaltali 40 þjálfunarstundum á ári. Þá miðla reyndustu og virtustu sérfræðingar okkar þekkingu á formlegum námskeiðum innanhúss. 

Allt starfsfólk hefur aðgang að þekkingarbrunni Deloitte þar sem má nálgast fjölbreytta fræðslu, þekkingu og þjálfun í þeim þáttum sem starfið gerir kröfu um.

Við notumst við frábært frammistöðumatskerfi, Leading Performance, þar sem starfsmönnum er veitt endurgjöf í rauntíma. Kerfið er þróað af Deloitte Global og notað af öllum aðildarfélögum. Starfsfólk getur því fengið endurgjöf frá sínum yfirmanni, hvort sem það er að vinna í innlendum eða alþjóðlegum verkefnum. Tímanleg endurgjöf og tíð, opin og heiðarleg samtöl við yfirmenn er lykilatriði í að bæta frammistöðu, þekkja það sem vel er gert og laga það sem má bæta.

Did you find this useful?